Tüzük

Lög Tyrknesk-íslenska menningarfélagsins

 1. gr.

Félagið heitir Tyrknesk-íslenska menningarfélagið. Heimili þess og varnarþing er á heimili formanns hverju sinni.

2. gr.

Tilgangur félagsins er;

a)      að koma á og halda uppi menningarlegu samstarfi milli Íslands og Tyrklands,

b)      að veita fræðslu um menningu og þjóðfélagshætti í Tyrklandi,

c)       að stuðla að kynningu íslenskrar menningu og aðstoða við að tileinka sér íslenska þjóðfélagshætti,

d)      að stuðla að Tyrkir búsettir á Íslandi fagni sérstökum dögum á landsvísu og / eða trúarlegum frídögum.

3. gr.

Þessum tilgangi vill félagið ná meðal annars með því:

a)      að greiða fyrir samskiptum milli menntastofnana, félaga og einstaklinga í báðum löndum,

b)      að gangast fyrir fræðslu um Tyrkland með fyrirlestrum, kvikmyndasýningum, öflun bóka og tímarita, myndsýningum, flutningi tónlistar og annarri upplýsingastarfsemi,

c)       að koma á framfæri við útvarp, blöð og tímarit gagnkvæmri kynningu á menningu Íslands og Tyrklands,

d)      að stuðla á hvern annan hátt að vinsamlegu samstarfi Íslendinga og Tyrkja.

4.gr.

Félagsmaður getur hver sá orðið sem vill starfa í samræmi við stefnu og tilgang félagsins og greiða árgjald sitt til félagsins.

5.gr.

Til inngöngu í félagið getur sá sem búsettur er á Íslandi og hefur áhuga á tilgangi og stefnu félagsins.

6. gr.

Vanræki félagsmaður tvö ár að eða lengur að greiða árgjald sitt til félagsins telst hann ekki lengur meðlimur þess. Víkja má félagsmanni úr félaginu samkvæmt ákvörðun stjórnar, ef hann gerist brotlegur við stefnu þess og tilgang. Ákvörðun stjórnar verður þó að bera undir almennan félagsfund til samþykktar.

7.gr.

Stjórn félagsins skal skipuð þremur félagsmönnum. Skal stjórnin kjörin á aðalfundi til tveggja ára í senn, formaður skal kjósa sérstaklega. Ritari gegnir störfum formanns í hans fjarveru. Að öðru leyti skiptir stjórnin með sér verkum.  Í varastjórn skal kosinn einn maður úr félagaskrá. Að auki skal kjósa einn skoðunarmann reikninga og einn til vara.

 8.gr.

Starfstímabil félagsins er almanaksárið. Aðeins félagsmenn mega vera þátttakendur á aðalfundi. Félagið skal halda aðalfund í febrúar mánuði ár hvert og er hann lögmætur ef boðað er til hans með sjö daga fyrir fyrirvara svo sannanlegt sé. Fastir liðir aðalfundar skulu vera:

1. Skýrsla stjórnar.

2. Reikningar félagsins lagðir fram.

3. Skýrslur nefnda sem starfa á vegum félagsins.

4. Breytingar á samþykktum.

5. Kosning stjórnar, það er formanns, gjaldkera, ritara og varastjórnanda.

6. Kosning eins skoðunarmanns reikninga og einn til vara.

7. Ákvörðun um árgjald.

8. Önnur mál.

9.gr.

Stjórn er skylt að boða til félagsfundar ef minnst 2/3 hluti félagsmanna senda um það skriflegt erindi til stjórnar og tilgreina erindið. Stjórnin boðar til félagsfunda og skulu þeir boðaðir á sama hátt og til aðalfunda. Fundurinn er löglegur ef hann er löglega boðaður.

10. gr.

Samþykktum þessum verður aðeins breytt á aðalfundi, enda greiðið 2/3 hluti fundarmanna atkvæði með breytingum. Tillögur um lagabreytingar skulu senda stjórn félagsins eigi síðar en 1. janúar.

11. gr.

Félaginu verður einungis slitið ef tillaga þess efnis berst stjórn og skal hún þá kynnt félagsmönnum fyrir næsta aðalfund þess.  Til þess að slíta félaginu þarf 2/3 hluta greiddra atkvæða á tveimur fundum og skal sá fyrri þeirra vera aðalfundur. Eigi skal líða skemmri tími en 6 vikur milli funda og eigi lengri en 3 mánuðir.

Eigum félagsins skal ráðstafað til greiðslu skulda þess og því sem eftir stendur til þeirra aðila sem fundur félagsins ákveður. Eignum félagsins skal þá ráðstafað til þriðja aðila annarra en félagsmanna sjálfra.

12. gr.

Lög þessi samþykkt á stofnfundi félagsins og öðlast gildi 22. Október 2012.